Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið

royal_familyErtu að segja mér að takkinn á myndavélinni hafi frosið um leið og drottningin ók framhjá, spurði ég Bigga, manninn minn,  titrandi röddu. Búin að híma fyrir utan Balmoral kastala í tíu mínútur til að kasta kveðju á drottningu og svo næst engin mynd af herlegheitunum! 

Drottning var í grænni dragt með grænan hatt. Philip var svartklæddur. Þau voru að koma úr messu. Þrjár hversdagslegar löggur  með gamaldags talstöðvar og  eitt reiðhjól sem helsta öryggisviðbúnað gættu þess að allt færi vel fram. Í viðbót við  okkur Bigga voru nokkrir þýskir túristar fyrir utan inngangshliðið þegar hinn konunglegi bílstjóri renndi í hlað. Hann hægði á ferðinni, Elizabeth veifaði og Philip brosti breitt.  Það fór kliður um hópinn, ekki á hverjum degi sem stirnir á slíkar stjórstjörnur í návígi. Skotar kippa sér lítið upp við tilstandið í kringum hin konungsbornu. Þeir telja einfaldlega að drottning hafi gott af dvölinni hér og nóg er af haustverkunum.  Hálandaleikarnir í Braemar nýafstaðnir og hinn árlegi Whiskýsmökkunardagur í bruggverksmiðju kastalans. Það er ekki lítil ábyrgð sem drottning hefur, að segja af eða á um framleiðslu ársins.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband