Beck's í Bergen

BergenKomin heim eftir afar heilsubćtandi dvöl í Bergen hjá doktor Beck, Imbu Snú, börnum og buru. Kom til ţeirra á Natlandsfjellet grá og guggin eftir skort á fiskneyslu, međ verk í baki og fráhvörf vegna of lítillar áfengisneyslu. Úr ţessu öllu var bćtt. Hvítvín glóđi í glösum, feitir og gćđalegir krćklingar voru bornir á borđ annađ kvöldiđ og hitt kvöldiđ var mér bođiđ í  dýrindis skötusel á einum flottasta veitingastađnum í Bergen. Loks fékk ég almennilega hart rúm til ađ sofa í og ţađ nćgđi til ađ senda alla bakverki á burt.

Ţetta var pínulítiđ nostalgíuferđ - í bland viđ heilsudvölina. Bergen er nefnilega fyrsta erlenda borgin sem ég heimsótti, fyrir rúmlega ţrjátíu árum ţegar viđ Bryndís vorum á leiđ í sumarvinnu á Kviknes hóteli í Balestrand í Sognfirđinum. Ég var dolfallin yfir borginni, dúkkuhúsunum sem héngu í fjöllunum, gróđrinum, bryggjunni... svolítiđ ólíkt Kópavogi á áttunda áratugnum!

Bergen var stundum sótt heim ţessi ţrjú sumur sem viđ unnum í Balestrand og ţá var siglt međ Expressen. Uppáhaldshljómsveitin var Bergenserer međ hiđ brjálađ stuđlag "ć jente fra Bergen" og voru felld mörg saknađartár yfir kasettunni međ ţeim, ţegar heim á Frón var komiđ.

Síđasta skiptiđ sem ég kom til Bergen var haustiđ 2002 og ţá í fylgd Dags B, Björns Bjarna og Árna Ţórs, í reisunni góđu sem viđ fórum um Norđurlönd. Og ţessi skemmtilega mynd var tekin af okkur á svölunum í ráđhúsinu í Bergen, međ ţáverandi borgarstjóra. Eitthvađ höfum viđ nú elst síđan ţetta var....

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband