13.9.2007 | 23:57
Bækur fyrir heimskingja
Dummies bækurnar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Fyrsta bókin sem ég keypti mér í Skotlandi var grundvallarritið Scotland for Dummies eftir Barry Shelby. Í henni má meðal annars lesa um helstu orðin sem notuð eru í Skotlandi, eins og hen sem þýðir kona og lad sem þýðir strákur. Höfundur leyfir sér að tala frjálslega um Skotland og skota út frá eigin forsendum og virðist algjörlega laus við kurteisislegt yfirborðshjal eða þjónkun við tiltekna ferðaþjónustuaðila. Ég mæli með Dummies bókunum til allra nota. Til hvers að lesa flóknar bækur um einföld atriði ef hægt er að komast hjá því?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.