Á slóðum forfeðra

Á leiðinni hingað norður vitjaði ég fæðingarbæ langa - langa - langafa míns. Richards Long. Ég hef alltaf haldið upp á söguna um hann, sem hún amma mín sagði mér frá á góðum stundum. Hann fæddist nálægt bænum Howden í Yorkhéraði. Þar ólst hann upp ásamt foreldrum og systkinum. Það blundaði í honum ævintýraþrá og þegar hann var 12 ára réði hann sig á flutningaskip í óþökk foreldra sinna.  Eftir nokkurra mánaða útivist réðust franskir sjóræningjar á skipið og drápu alla nema hann. Skipstjórinn tók hann að sér og hann sigldi með ræningjunum um heimsins höf. Þegar skipið kom að ströndum Jótlands í vonskuveðri strandaði það og hlaust af mikill mannsskaði, allir um borð létu lífið, nema hann. Hann var tekinn í fóstur af amtsmanni í Lemvig og ólst þar upp við gott atlæti. Síðar var hann sendur  til Eskifjarðar, til að stofna verslun í umboði konungs. Frá honum er kominn afar stór og mikill ættbogi sem teygði sig til Reyðarfjarðar og annarra þorpa á austurlandi.

Howden er lítill og krúttlegur bær og ég undi mér vel á bæjarpöbbnum í skjóli fjarskyldra ættingja. Svei mér þá ef það glitti ekki í rautt hár á höfðum helstu drykkjuboltanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband