999

Lögreglan í Aberdeen er með auðvelt númer, 999. Lenti í því í kvöld að þurfa að kalla út lögreglu þar sem hvein í öryggiskerfi íbúðarinnar fyrir neðan mig. Hljóðið í kerfinu var svo hávært að  nágrannar í næstu húsum drifu að og fussuðu og sveiuðu og vildu frið. Sem eini fulltrúi stigagangsins, sem var heima, varð ég að axla þá ábyrgð að finna út hvort um var að ræða þjófavarnarkerfi, brunavarnakerfi eða gasleka. Íbúðin er nýlega seld og enginn býr í henni sem stendur. Lánaði löggunni stól til að standa upp á og kíkja í gluggann sem er staðsettur fyrir ofan  inngöngudyr íbúðarinnar. Auk þess sem löggurnar hér eru smávaxnar miðað við Geir Jón og félaga heima þá er lofthæð íbúða hér miklu meiri en gengur og gerist á Íslandi. Litlu löggurnar klifruðu semsagt upp á stólinn og kíktu inn um gluggann. En viti menn að á meðan loftfimleikum þeirra stóð fór að draga úr óhljóðum uns þau dóu út. Batteríð tómt eða var þetta kannski bara gömul vekjaraklukka eftir allt saman? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman hvað þú ert dugleg að blogga mamma mín, sakna þín!!

Erna María (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 14:22

2 identicon

Hahahaha, gaman að lesa bloggið þitt mamma, þú ert svo mikill húmoristi. Það rignir ennþá hér heima og ég er að verða hin mesti innipúki, sakna þín ;) Kv. Ýr.

Ýr Þrastardóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband