17.9.2007 | 15:47
Afgreiddi mig sjálf í Tesco
Ekki nóg með að Tesco sé með ódýrar mat- og heimilisvörur, heldur getur maður afgreitt sig sjálfur í versluninni. Renndi vörunum hróðug í gegnum skannan áðan, meira að segja 15 punda ryksugunni. Mæli eindregið með að Hagar fái sér svona tæki, ekki veitir af að losa um starfsfólk í þenslunni sem ríkir á vinnumarkaðnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.