Rafrænn aðgangur á götum úti

Borgaryfirvöld í Aberdeen láta sér ekki nægja að vera með góða heimasíðu fyrir íbúa og ferðamenn. Á fjórum stöðum í borginni eru upplýsingastandar, iKiosks þar sem hægt er að fræðast jafnt um tryggingabætur sem og matsölustaði, almenningssamgöngur, verslanir og fleira. Engin aðgangsorð þarf til að fá upplýsingarnar, nóg er að snerta skjáinn. Að sögn borgaryfirvalda er upplýsingastandur af þessum toga einsdæmi í Evrópu og var meðal annars unnin í samstarfi við samtök verslunareigenda og samtök fatlaðra. Eins og sést á myndinni er annar skjárinn staðsettur þannig að fólk í hjólastól  á auðvelt aðgengi að honum. ST_NICHOLAS_IKIOSK

 

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birgir Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband