Tom Hunter styrkir frumkvöðlafræði

Skoski auðkýfingurinn Tom Hunter og skoska þingið  efna til sameiginlegs átaks með það að markmiði að örva  frumkvæði í skosku atvinnulífi.  Veittir verða veglegir styrkir til háskólanna í Edinborg, Aberdeen og  Strathclyde sem munu koma upp sérstöku námi í frumkvöðlafræðum. Styrkupphæðin nemur 2,65 milljónum punda. Þetta er aðeins upphafið að samstarfi yfirvalda og Hunters í þágu menntunar ungs fólks í Skotlandi. Hunter komst í heimsfréttirnar í sumar þegar hann tilkynnti að þau hjónin, Tom og Lady Marion Hunter hyggðust láta yfir 90 % af auði sínum renna til góðgerða,- og menntunarmála.  


mbl.is Margir styrkja háskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá viðbót við gott innlegg Regínu; Járnblendiverksmiðjan hefur til margra ára kostað eina prófessorsstöðu við Raunvísindadeild Háskólans, svo eitthvað sé nefnt og fleiri skólastig hljóta fjárframlög. Kaupfélag Skagfirðinga styrkir allt skólastarf í sínu heimahéraði með myndarlegu fjárframlagi, þannig að jafnvel í dreifðustu byggðum eru dæmi um þetta, þótt smærri séu en hvað Wessman varðar.

Uglan á kvistinum (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband