Fimm hundruð ára gamall háskóli

Það er tilkomumikið að sitja í fyrirlestrum í elsta hluta háskólans í Aberdeen, sem á yfir 500 hundruð ára sögu og er fimmti elsti háskóli Bretlands. Háskólinn varð til við sameiningu tveggja háskóla, King College sem var stofnaður 1495 til að mennta lækna, kennara og presta fyrir íbúa norður Skotlands og lögfræðinga og býrókrata fyrir sunnlensku krúnuna og Marischal College sem var stofnaður 1593.King College Háskólasvæðið  er hluti af hverfinu Old Aberdeen sem samanstendur af miðaldabyggingum og lágreistum granítbyggingum frá síðari hluta sautjándu aldar. Það var við hæfi á þessum fyrsta skóladegi í viðskiptadeildinni að hlusta á fyrirlestur frá einum af fyrrrverandi framkvæmdastjórum British Petroleum (nú British Gas) en viðskiptalífið í Aberdeen byggir að stórum hluta á olíuvinnslu. Sterk tengsl eru við Stavanger í Noregi og skiptast borgirnar á að halda svokallaða olíuviku en þá koma saman fulltrúar olíuiðnaðarins og helstu sérfræðingar á sviði auðlindarannsókna og bera saman bækur sínar. Olíuvikan var haldin í Aberdeen fyrstu vikuna í september og tóku yfir 35 þúsund manns þátt í viðburðum. Beint flug er á milli Aberdeen og Stavanger og fleiri borga í Noregi. Tengsl norður Skotlands og Noregs eiga sér þó lengri sögu en upphaf olíuvinnslunnar þar sem sjávarútvegurinn var ríkjandi atvinnugrein um árabil með Norðursjóinn sem gjöfula matarkistu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband