Paranoja í banka

Dagurinn í dag var stofnanadagur, eftir skóla. Borga stöðumælasekt, ná í pakka í pósthúsið, kaupa strætókort og fara í bankann og fá skýringu á því afhverju umsóknin mín um námsmannareikning var endursend. Það er skemmst frá því að segja að mér gekk ekkert með þessi erindi, var aldrei á réttum stað á réttum tíma eða það vantaði þetta og hitt. Í bankanum tók ungur maður á móti mér og kíkti á umsóknina um bankareikning.Það vantar nafn mömmu þinnar þarna“, sagði hann.

Vantar nafn mömmu minnar á umsóknina? Sérðu ekki á hvaða aldri ég er? (Í nokkrar sekúndur trúði ég því jafnvel að ég liti út eins og hver önnur yngismey sem þyrfti uppáskrift frá mömmu)

Þetta er bara öryggisatriði

Öryggisatriði, að hafa nafn aldraðrar móður á bankareikningi? 

Já, svona eru reglurnar.

Ég hugsaði breska kerfinu þegjandi þörfina. Námsmaður, ergó, þarf ábyrð frá foreldrum. Þó ég sé augljóslega komin á miðjan aldur þá þarf að fylgja reglunum. Ég settist niður og sá þá dálkinn sem mér hafði yfirsést á umsókninni. Skírnarnafn móður minnar eða annað passorð að eigin vali......



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta ágæta "öryggisatriði" gætum við tekið upp á Íslandi.....en mátti ekki setja nafn pabba síns þarna?  var tekið fram að það skipti máli hvort foreldrið væri lífs eða liðið?    magnað bankakerfi

baun (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 08:27

2 identicon

Málið er að þetta var bara sakleysisleg beiðni, sem ég misskildi svona gjörsamlega. Hélt að mamma ætti að vera ábyrgðarmaður og þráttaði og þráttaði án þess að skilja tilganginn. Hvað með manninn minn, eða uppkomnar dætur? Það var ekki fyrr en ég var sest niður og skoðaði dálkinn að ég sá að þetta var bara beiðni um passorð, og tillaga um skírnarnafn móður. 

Regína (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 11:37

3 identicon

úps, ég hefði örugglega líka brugðist ókvæða við- fljótfærni er þetta alltaf hreint á okkur betri húsmæðrum

baun (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 15:38

4 identicon

Ég vildi óska að ég hefði verið með þér í bankanum þennan dag : ) Við hefðum pottþétt fengið nokkur hlátursköst eftir þetta...

Erna María (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 21:32

5 Smámynd: Regína Ásvaldsdóttir

Já þetta hefði verið eitthvað fyrir okkur tvær, í stíl við uppákomurnar í stóru Ameríkuferðinni!

Regína Ásvaldsdóttir, 23.9.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband