Ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Á undanförnum tveimur árum hafa skosk yfirvöld lagt mikið upp úr því að fá vel menntaða útlendinga til starfa í Skotlandi. Með það að markmiði settu þeir af stað verkefnið Fresh Talent en erlendir námsmenn geta skráð sig og fengið atvinnuleyfi í tvö ár eftir útskrift. Á föstudaginn hélt fulltrúi Atvinnumiðlunar námsmanna kynningu á þjónustu við námsmenn en hún hvatti þá sem hafa áhuga á starfi að ganga frá umsókn sem allra fyrst því algengt er að fyrirtæki byrji að undirbúa ráðningar í áhugaverð störf, 9-12 mánuðum áður en starfið losnar. Mér finnst þetta mjög athyglisvert og vottur um góða skipulagningu, en kannski minni sveigjanleika en maður á að venjast. Alloft birtast auglýsingar heima á Íslandi um störf þar sem óskað er eftir að viðkomandi byrji, helst í gær. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort fyrirtæki og stofnanir vilji virkilega ráða fólk sem getur stokkið fyrirvaralaust úr vinnu? Hverskonar störfum gegndi það þá áður? En ráðning með árs fyrirvara finnst mér öfgar í hina áttina og trúi því ekki að það sé vænlegt til árangurs.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband