25.9.2007 | 19:01
Borgaraleg óþekkt í boði BBC
BBC heldur úti sérstakri heimasíðu sem er kölluð Action Network
Á síðunni má meðal annars finna leiðbeiningar um það hvernig eigi að skipuleggja mótmæli, boða til funda, skrifa fundargerðir, hafa samband við fjölmiðla osfrv.
Þessi vefsíða er ólík öðrum bloggsíðum, segir í kynningu BBC. Ekki er gert ráð fyrir að fólk láti einungis skoðanir sínar í ljós með hefðbundnu bloggnöldri heldur taki þátt í að breyta nánasta umhverfi til betri vegar.
Með síðunni er BBC jafnt að hvetja fólk til góðverka fyrir nágranna sína, sem og til uppreisnar gegn yfirvöldum en á löglegan og friðsamlegan hátt.
Athugasemdir
Já hvernig væri að vekja athygli Páls Magnússonar á þessu; ég sé það fyrir mér: RÚV býður borgaralega óþekkt!
Guðrún Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 14:07
Segðu!
Regína (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.