Íslenskar konur

Ég var spurð af því um daginn hvort það þyrfti ekki mikið hugrekki til að rífa sig upp og fara í nám á miðjum aldri. Ég velti vöngum yfir þessari spurningu. Ég hafði bara ekkert hugsað út í það.  

Háskólarnir heima eru nefnilega fullir af konum á miðjum aldri sem eru að sækja sér meiri menntun. Ég á nokkrar vinkonur á svipuðu reki sem hafa nýlokið framhaldsnámi eða eru núna í námi. Systir mín, nokkrum árum eldri lauk framhaldsnámi í vor og tengdamamma er að ljúka við sína meistararitgerð um þessar mundir. 

Þær sem eru ekki í háskólunum, eru jafnvel að stofna sín eigin fyrirtæki og sumar hverjar  komnar í útrásina margfrægu.

Enn aðrar eru að glíma við ýmsa erfiðleika, ástvinamissi, alkóhólisma eða reynslu af því að eiga langveik börn og skrifa einlægar og opnar færslur um þá viðureign á vefnum.

Það er einfaldlega eitthvað við konur þessa lands. Einhver kraftur og framsækni sem drífur þetta litla þjóðfélag okkar áfram.

Eitt er að eiga orku í iðrum jarðar, en það vegur þó lítið á móti þeirri  auðlind sem felst í íslenskum konum. Það er eitthvað sem mætti virkja!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert samt mesta hetjan...

Erna María (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband