28.9.2007 | 10:30
Húrra!
Biggi og pabbi eru að koma á eftir í helgardvöl. Eru lentir í Glasgow og leggja von bráðar í þriggja tíma akstursferð en það er tíminn sem það tekur að koma hingað. Ég hlakka mikið til. Ætlum að keyra hér um hálendið, jafnvel að fara að Loch Ness og svo verður pabbi náttúrulega að komast á skoskan pub og horfa á leik. Ég sendi bara Bigga í þann leiðangur! Ekkert blogg um helgina, verðum í sambandi á mánudag.
Athugasemdir
Sæl vinkona!
Takk fyrir frábært blogg með skemmtilegu lesefni. Fer svo að koma mér upp Skype svo við getum spjallað þar. Vona að þið hafið skemmt ykkur vel um helgina! Ég eyddi deginum í að fara með Vask á hundanámskeið og Magnús á spítala að ná rauðri perlu úr eyranu á honum. Hann "missti" perluna í eyrað! Ólíkt höfumst við að þessa dagana vinkona!
Bryndís.
kv.B.
Bryndis Hlöðversdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 23:26
Takk Bryndís mín fyrir kveðjuna. Ég vona að rauða perlan sé komin á sinn stað og Magnúsi hafi ekki orðið meint af. Eins gott að bregðast fljótt við!
Regina (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.