Draugar og dýflissur

Edinborgarkastali

Edinborg skartaði sínu fegursta um helgina er hún tók á móti húsmæðrum, ættuðum úr Menntaskólanum í Kópavogi, sem voru saman komnar frá Aberdeen, Reykjavík, Kópavogi, Árborg og Ölfusi til að halda sína árlegu orlofshelgi.

Með þeim Betu, Rúnu, Auði og Írisi naut ég lífsins í fimmtán stiga hita og sól og skoðaði kastala, kirkjur og turna og valhoppaði um þröng stræti, hæðir og hóla. Og sögurnar seytluðu  um aftökur, dýflissur, drauga og krufningar.

Ekki furða þó  J.K Rowling gangi vel að skrifa um ævintýri Harry Potters  í þessu umhverfi, en hún er líklega frægasti núlifandi íbúi Edinborgar í dag. Lengi vel montuðu íbúar Edinborgar sig af Sean Connery, en hann kemst ekki í hálfkvisti við Rowling hjá ungu kynslóðinni í dag. Sagt er að Connery hafi neitað í mörg ár að þiggja boð drottningar um að verða aðlaður, þar sem hann var í baráttu fyrir aðskilnaði Skotlands frá Bretlandi. Það var ekki fyrr en eftir að skotar fengu loks eigið þing  að hann tók boðinu.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að fá þig heim yfir helgina

Erna María (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:12

2 identicon

Hlakka til sömuleiðis!

Regina (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband