Vindar blása í Reykjavík

Ég þurfti að skreppa heim um helgina, tengdist hugsanlegu verkefni í náminu. Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi komið á fjörugum tímum. Hver fréttaþátturinn á fætur öðrum undirlagður af meirihlutaskiptunum í Reykjavík. Enda um söguleg tíðindi að ræða.

Ég velti fyrir mér hlutverki bloggsins í allri þessari umræðu. Hundruðir borgarbúa tjáðu sig um REI málið á vefnum og skilaboðin komust inn á hvert heimili. Dagblöð í pappírsformi og fréttatímar á kvöldin voru nánast  "old news". Ég held að stjórnmálamenn eigi ekki að vanmeta það afl sem felst í skoðanaskiptum á blogginu, og það skilja stjórnmálamenn á borð við Björk Vilhelmsdóttur, Björn Bjarnason, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og Össur Skarphéðinsson sem taka virkan þátt í umræðum. Stundum heyrist að það sé ekki við hæfi að ráðherrar tjái sig opið um menn og málefni á blogginu. Ég er sammála því að persónulegar ávirðingar eiga ekki erindi á bloggið, hvorki hjá þeim né öðrum. Mér finnst hinsvegar mjög virðingarvert af þeim að kynna skoðanir sínar fyrir almenningi með þessum hætti. Mættu fleiri taka sér þau til fyrirmyndar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband