Varðveisla götumyndar

PriceWaterhouseCoopersFór í langan göngutúr áðan um hverfin hér í kring sem eru með mörgum óendanlega fallegum byggingum, bæði íbúðarhús og ekki síður húsnæði fyrirtækja. Svo eru náttúrulega kirkjur á hverju horni og skrúðgarðar. Auk þess að vera kölluð the Granit City er Aberdeen líka kölluð the flower of Scotland sökum fjölmargra skrúðgarða með litskrúðugu blómahafi.

Það sem vakti athygli mína þegar ég gekk þrönga stíga á  milli gatna, þar sem bakgarðar húsa mættust, voru afar nýtískulegar og oft stórar viðbyggingar. Þessar viðbyggingar sjást ekki nema farið sé aftan við húsin og því er götumyndin að framan heilleg og falleg.

Ég hafði nefnilega ekki áttað mig á því fyrr en ég sá þetta, hvernig í ósköpunum umsvifamikil fyrirtæki eins og PriceWaterhouseCoopers og KPMG komast fyrir í þessum fallegu gömlu húsum, sem virka einungis á stærð við hefðbundin einbýlishús. En þarna var svarið komið, það er annað eins rými, og jafnvel meira, falið á bak við húsin. Með þessu móti getur borgin varðveitt heilu hverfin í upprunalegri mynd en samt sem áður geta eigendur stækkað húsin verulega og innréttað samkvæmt nýjustu kröfum. Eitthvað sem við gætum lært af?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, skemmtileg pæling, Regína.

Bendi á að borgin er búin að kaupa Prada húsið í Austurstræti. Ekkert ætti lengur að vera því til fyrirstöðu að halda gamalli framhlið, dýpka húsið aftur og niður til að koma þar upp kröftugri þjónustumiðstöð, miðborgarstarfsemi að ógleymdu góðu kaffihúsi (o:

Ég gef mínar hugmyndir ekki svo glatt upp á bátinn.

- ago.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:36

2 identicon

Já það verður afar spennandi að fylgjast með þessu horni á  Austurstræti, vonandi koma einhverjir skapandi einstaklingar að  hönnuninni og  hugmyndin þín er mjög góð! 

Regína Ásvaldsdottir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband