Ólíkt hafast mennirnir að

Það er hægt að nota þekkingu í viðskipta- og hagfræði til ólíkra verka.

Í gær heyrði ég af "snjöllum" kaupsýslumanni sem stundar það að fylgjast með uppboðum á húseignum. Hann heimsækir viðkomandi skuldara, áður en uppboðið er haldið og býðst til að kaupa viðkomandi eign þannig að hægt sé að borga skuldir og komast hjá uppboðinu. Hann kaupir eignirnar auðvitað langt undir markaðsverði. Ekki nóg með það, síðan býður hann fólki að leigja viðkomandi húsnæði. Eftir einhvern tíma er fólki svo boðið að kaupa eignina aftur, en þá á markaðsverði! 

Flestir hafa heyrt um Muhammed Yunus, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2006. Hann er hagfræðingur og var að kenna við Chittagong háskóla í Bangladesh árið 1975 þegar það varð uppskerubrestur og fjöldi heimila missti lífsviðurværið.

"I used to get excited teaching my students how economic theories provided answers to economic problems. I got carried away by the beauty and elegance of these theories...(but) What good were all these elegant theories when people died of starvation on pavements and on doorsteps......where was the economic theory which reflected their real life? I felt that I had to escape from the academic life. I wanted to discover the real-life economics that were played out every day in the neighbouring villages...I opted for what I called the the 'worm´s eye view' "(Yunus, 2003: 4-5)

Eftirleikinn þekkja margir, Yunus stofnaði banka sem lánar til fátækra en konur eru 97 % af lánþegum. Hér má sjá eitt af fjölmörgum viðtölum við Yunus sem má finna á YouTube.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband