Tilstand á Union Grove

longhairJæja, Biggi farinn í flug og óhætt að uppljóstra um allt tilstandið sem hefur átt sér stað hér á Union Grove vegna komu hans.

Fór eins og stormsveipur um íbúðina með Ajaxið að vopni, svo nú glansar á gólf og hreinlætistæki, þvottur blaktir á snúru og  kerti og blóm komin í stað skólabóka á stofuborðið. Búin að bera heim osta og annað góðgæti úr sælkerabúðinni og hvítvínið komið í kælinn.

Mikilvægasta aðgerðin var þó heimsóknin á hárgreiðslustofuna, til hennar Dagmar á Ishoka, þar sem var litað, klippt og blásið. 

Dagmar er snillingur og ég var afskaplega ánægð með að hafa haft upp á henni. Ég var nefnilega búin að ákveða að sleppa því frekar að fara á stofu heldur en að hleypa einhverjum "ókunnugum" í háríð á mér. Auðvitað eru þetta svolitlir mafíutaktar, að vilja bara versla við sitt eigið fólk! Ég er hinsvegar viss um að ef það yrði gerð könnun á meðal íslenskra kvenna erlendis og spurt hvers þær söknuðu mest að heiman að þá kæmu hárgreiðslukonur/menn fljótlega á eftir tæra loftinu á listanum.

Eins og endranær þegar von er á góðum gestum þá ætla ég að hvíla bloggið og njóta lífsins í raunheimum, heyrumst eftir helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

óska ykkur góðrar skemmtunar og allrar sælu.  ég er sjálf að dandalast í Köben að hitta minn góða vin...hér er dekrað svoleiðis við mig að það hálfa væri hellingur.  bið að heilsa Bigga þínum

baun (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 11:26

2 identicon

Góða skemmtun í kóngsins Köben.

Vona að þú sért heppin með veður svo þið komist í Tívólí!

Regína Ásvaldsdottir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 14:35

3 identicon

Alltaf gaman að fá kveðjur!

Regína Ásvaldsdottir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband