Bekkurinn minn

multicultural kidsSpakur mađur sem ég hitti í sundi, rétt áđur en ég fór hingađ út til náms, sagđi ađspurđur ađ ég kćmist fljótlega ađ ţví í skólanum ađ aldurinn skipti engu máli. Ţetta snerist allt um "karaktera". Hann talađi af reynslu eftir framhaldsnám í Edinborg fyrir nokkrum árum. Ég gćti varla veriđ meira sammála. Aldur, kyn, reynsla, ţjóđerni; allt skolast ţetta í burtu í hita leiksins og fólk hópar sig saman án tillits til ţessara  ytri einkenna. Viđ erum öll búin ađ festa okkur sćti í fyrirlestrarsalnum eftir nokkrar ţreifingar í byrjun. Ég sit á milli tveggja skarpgreindra og skemmtilegra stelpna, önnur frá Ghana međ háskólapróf í ensku og hin er sálfrćđingur frá Póllandi. Ţćr eru báđar 24 ára. Viđ tilheyrum lítilli klíku og eru flestir ađrir  í hópnum okkar međ háskólapróf í  hagfrćđi.

Á mánudagskvöldum er stundađ svokallađ "pub quiz" á kránni Illicit og viđ hittumst líka til ađ fara yfir niđurstöđur verkefna. Eins og ég hef áđur skrifađ ţá hafa námskeiđin í haust snúist afar mikiđ um útreikninga af ýmsu tagi. Verđlagningu, afleiđur, bestun, núvirđingu og lengi mćtti telja. Mér hefur auđvitađ fundist ég vera meira í ţví ađ ţiggja fróđleik annarra (hagfrćđinganna) viđ úrlausn verkefna heldur en ađ ausa úr mínum viskubrunni. Ég varđ ţví afskaplega stolt yfir ţví ađ graf sem ég gerđi í einu verkefnanna skuli nú vera međal eftirsóttustu vörunnar á svćđinu. Ég hef ekki undan ađ senda ţađ til bekkjarfélaganna og á inni niđurstöđur í dćmum um ókomna tíđ sem ţakklćtisvott! 

Ég er gríđarlega ánćgđ međ litla hópinn minn og bekkinn í heild en viđ erum yfirleitt um eitt hundrađ í fyrirlestrum og um tuttugu í dćmatímum. Ţađ ríkir mikill húmor í kennslustundum og ţađ ríkir sannarlega alţjóđlegur andi í hópnum ţví viđ komum frá 30 - 40 löndum.  Og mađur kemst fljótlega ađ ţví ađ ţađ er ekki nóg međ ađ hjörtu mannanna slái eins í Súdan og á Grímsnesinu, heldur líka í ţeim tvítugu sem og ţeim hálffimmtugu!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband