2.11.2007 | 11:03
Annar nóvember
Í dag á Erna María mín afmæli en hún er í Flórída að safna flugtímum og er örugglega einhversstaðar í háloftunum á meðan ég er að pára þetta.
En Erna María er ekki ein um að eiga afmæli því tvær bestu vinkonur hennar, Hrefna og Kristín Soffía eiga líka afmæli í dag. Þær komu allar í heiminn á Landsspítalanum 2. nóvember 1981. Þar mættumst við mömmurnar á sloppunum á göngunum, grunlausar um að litlu stúlkubörnin okkar yrðu svona nánar vinkonur síðar á lífsleiðinni.
Þær kynntust allar í fyrsta bekk í MH og afmælisdagurinn uppgötvaðist ekki fyrr en líða tók á haustið. Síðan þá hafa verið haldin ófá sameiginleg afmælispartý.
Og af því Erna er einn ötulasti stuðningsmaður og lesandi þessarar heimasíðu þá er við hæfi að senda afmæliskveðjuna í beinni; til hamingju með daginn elsku Erna María!
Athugasemdir
innilega til hamingju Erna með afmælið og Regína með Ernu og Erna með Regínu
baun (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 09:06
Hæ hæ, takk fyrir afmæliskveðjuna... Ég er nú búin að heyra í þér en ég var fyrst að komast almennilega í tölvu í dag. Ég er búin að vera á fullu síðan á afmælinu, fór til Ft. Lauderdale að sækja Ella, fórum þaðan til Naples og síðan til Orlando þar sem við gistum. Lögðum síðan í hann til New Orleans þar sem við stoppuðum í einn dag til að skoða svæðið þar sem Katarina fór yfir og það var alveg rosalegt að sjá þetta. Guideinn okkar missti húsið sitt eins og það lagði sig og sýndi hann okkur lóðina sína sem hann á ennþá þar sem hann ætlar að byggja aftur. Við erum síðan komin til Amarillo núna í Texas og á leið til Vegas og munum fljúga yfir Grand Canyon á leiðinni. Hugsa til þín endalaust og rifja upp fyrir Ella hvað það var gaman hjá okkur hérna. Elska þig mamma mín : )
Sendi þér mail um daginn á gmail en hef ekki fengið svar...
Erna Maria (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 04:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.