Bækur í stað bloggs

Þá er komið að því. Verkefni og yfirvofandi próf farin að taka til sín, svo bloggbindindi er nauðsynlegt, allavega fram í janúar.

Tíminn sem það tekur að setja inn færslu er ekki svo ýkja mikill. Það er hitt. Um leið og tölvan er komin í fangið þá er svo auðvelt að gleyma sér við að lesa fréttir að heiman, kveikja aðeins á upptöku af Kastljósi, sjá hvað var sagt í Silfrinu, lesa bloggið hans Símonar, baunirnar hennar Betu og svo mætti áfram telja.

Þessvegna er nauðsynlegt að setja það sem markmið að næstu vikurnar verði tölvan einungis notuð til að leita að heimildum, prenta út glærur eða önnur þau viðvik sem tengjast náminu.

Það hefur verið mjög notalegt að blogga í haust. Ég setti strax það markmið að hafa þetta á "lágstemmdum" nótum, þ.e að taka ekki þátt í neinu dægurþrasi á Íslandi heldur einungis að nota bloggið í stað þess að senda tölvupóst.

Meðal dyggustu lesenda minna hafa verið pabbi og Biggi, tengdamamma og Erna María ásamt fjölda góðra vina.

Bestu kveðjur til ykkar allra, sjáumst heima um jólin. 

 

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

æ, farin í bloggfrí 

jæja, óska þér alls góðs mín kæra.  passaðu þig á bókunum, stórhættulegt að lesa of mikið...

baun (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:21

2 identicon

Gangi þér vel í verkefnunum og prófum

Hólmfríður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 08:47

3 Smámynd: Regína Ásvaldsdóttir

Takk stelpur, notalegt að fá kveðjur frá ykkur.  Léttir lund í skammdeginu, þó bækurnar kæti mig nú líka

Regína Ásvaldsdóttir, 27.11.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband