Glaðlyndi grænmetissalinn og aðrir góðir grannar

471231378_8d724e6c92_2Ég er svo heppin að búa nálægt afburðagóðri grænmetisverslun sem er með eitt mesta úrval af fersku grænmeti sem ég hef séð hér í Aberdeen. Ali, eigandinn er alltaf til í að spjalla og hefur mikinn metnað fyrir hönd verslunarinnar. Í nótt var hann í Glasgow, eins og endranær og var mættur á markaðinn þar klukkan tvö, til að fá bestu vörurnar. Það er aðeins einn grænmetismarkaður fyrir allt Skotland, og hann er  í Glasgow. Markaðurinn er opinn frá 2 á nóttunni til níu á morgnana. Ali hleður sendiferðabílinn sinn og keyrir grænmetinu fersku til Aberdeen. Hann sagðist ekki hafa sofið síðan á miðvikudagsnótt og var orðinn nokkuð þreyttur þegar ég leit til hans áðan að kaupa basilikum og  tómata. Ég fékk mér svo tvöfaldan espressó á heimleiðinni og leit í blöðin á Rocksalt&snail sem er bæði kaffihús og sælkeraverslun, hér rétt handan við hornið.

Á föstudögum er "frí" í skólanum en ég kvarta ekki yfir verkefnaskorti. Bækurnar brosa til mín úr öllum áttum og biðja um að vera lesnar. Og hvað er betra á föstudagskvöldi en að hjúfra sig í sófa, narta í tómatsalat með mozzarella og lesa Introduction to Accounting and Finance.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband