Flott brúðarföt

wedding-cake-with-two-brides-thumb1294423Í miðju argaþrasinu um hjónabönd samkynhneigðra kom þetta flotta innslag í Kastljósi á föstudag. Nemendur í viðskiptafræði við HR og hönnun við Listaháskólann tóku höndum saman og hönnuðu glæsileg brúðarföt fyrir lesbíur. 

Aldrei hafði ég hugsað út í það að það gæti verið flókið fyrir tvær konur sem giftast að finna falleg brúðarföt. En auðvitað getur það verið snúið því eins og hönnuður brúðarfatnaðarins  segir í viðtalinu í Kastljósi  þá er kannski ekkert skemmtilegt fyrir konurnar að mæta báðar í kirkjuna í "rjómatertukjólum".  

Og svona til að gera þetta innslag í Kastljósinu enn áhugaverðara þá er hún Ýr mín ein af fyrirsætunum á þessari nemendasýningu. Hún er í glæsilegum svörtum brúðarkjól undir hvítu slöri (þaki) og tekur sig auðvitað vel út að vanda. 

Frumlegt og skemmtilegt verkefni hjá ungum og upprennandi hönnuðum og viðskiptamógúlum!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rosa gaman að sjá þetta og mikið er hún Ýr falleg

baun (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband