Blómastúlka drottningar

boca-raton-floristÞær eru stundum skemmtilega skrýtnar fréttirnar sem rata í fjölmiðla hérna. Í Daily Express í gær mátti lesa viðtal við unga konu, 33 ára (blöðin tilgreina alltaf aldur viðmælenda) sem vonaðist til að móðir hennar (52) næði heilsu eftir alvarlega reykeitrun. Hún bætti síðan við að þetta væri þriðji bruninn sem móðirin lenti í á mánuði og hún hefði stuðlað að þeim öllum sjálf.

"Eins gott að hún er ekki búin að drepa nágrannana", bætti dóttirin við. Mömmunni, sem annast blómin í Balmoral kastala, var fyrst bjargað af slökkviliðinu  fyrir mánuði síðan þegar eldur kveiknaði í svefnherberginu hennar. Sú gamla hafði verið á krá, komið heim og lagst í rúmið og kveikt sér í rettu. Sofnaði svo út frá sígarettunni og kveikti auðvitað í. Henni og eiginmanninum var bjargað af Grampian Fire and Rescue. 

Næst var hún að skemmta sér á Balmoral bar. Fór út að reykja, drap í sígarettunni og setti stubbinn í töskuna sína. Fór svo inn og spjallaði við mann og annan þegar henni var bent á að það stæðu logar upp úr töskunni. "Hún fattaði þetta ekki einu sinni sjálf" sagði dóttirin pirraða.

Sólarhring síðar kom blómastúlkan heim af ralli, settist í sófann í stofunni og fékk sér eina fyrir háttinn. Það vildi ekki betur til en að hún sofnaði og kveikti aftur í húsinu. Henni var bjargað sem fyrr af Grampian Fire and Rescue og nú fengu þeir liðsauka frá konunglega slökkviliðinu í Balmoral kastala. Eiginmaðurinn tók þátt í björgunaraðgerðum og liggja nú hjónin bæði á ríkisspítalanum í Aberdeen.

Maður vonar auðvitað að þau nái góðri heilsu og það væri ekki verra fyrir nágrannana ef  blómastúlkan fengi sér einbýlishús eða alla vega góðan reykskynjara ef hún ætlar að halda uppteknum venjum áfram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konu greyjið er þetta ekki bara óheppni Regína ?öllum verðu á .Hitt vekur athygli að þetta skuli þykja fréttnæmt hjá konu á besta aldri í útlegð.Hvenær kemurðu svo heim ?það skal vera meira en nóg að gera fyrir þig á klakanum kalda.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Regína Ásvaldsdóttir

Sæl Hallgerður mín.

Ég hef svo mikið að gera við að lesa blöðin hérna og allar skemmtilegu fréttirnar að ég má bara ekkert vera að því að koma heim strax!

Klára námið í ágúst og hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Hafðu það sem allra best, "frænka".(Varstu ekki búin að rekja okkur saman í Íslendingabók?)

Regína Ásvaldsdóttir, 10.11.2007 kl. 15:53

3 Smámynd: Sylvía

fáranlegt hehe

Sylvía , 10.11.2007 kl. 15:58

4 identicon

Sæl aftur "gæska"segi gæska vegna þess að við rekjum okkur saman í gegn um feður okkar austur á land en trúlega of langsótt til að nefna skyldleika.Hefði ekki fúlsað við að vera skyldar þér,sagt og skrifað. Hafðu það gott, svona til gamans höfum við það gott gömlu vinnufélagar þínir.Þú ert dugleg stelpa og óhrædd að hleypa heimdragann..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 16:13

5 identicon

Takk fyrir hlýlegar kveðjur!

Regína Ásvaldsdottir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband